Í-listinn bakar vöfflur á Flateyri

Í dag, 16. maí, ætla frambjóðendur Í-listans að mæta í Félagsbæ á Flateyri kl. 20:00 og spjalla við Önfirðinga. Í-listafólk vill gjarnan heyra hvað brennur á íbúum Önundarfjarðar, hvað hafi tekist vel til á síðustu árum og hvað megi betur fara. Heyrst hefur að þau muni jafnvel gera við eins og eina gangstétt eða svo í leiðinni. Í það minnsta verður kaffi á könnunni, vöfflur í járninu og allir eru hjartanlega velkomnir.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA