Hreyfivika Ungmennafélags Íslands og Ísafjarðarbæjar

Dagana 28. maí til og með 3. júní standa Ungmennafélag Íslands og Ísafjarðarbær fyrir hreyfiviku í sveitarfélaginu. Ýmislegt verður á dagskrá til að stuðla að því að sem flestir finni hreyfingu við sitt hæfi og verður til dæmis ókeypis í allar sundlaugar Ísafjarðarbæjar þessa daga. Framundan er meðal annars létt fjallahjólaferð með Gullrillunum, þriðjudaginn 29. maí, útijóga, samflot og kajakróður, svo fátt eitt sé nefnt. Nánari upplýsingar má finna á síðu Ísafjarðarbæjar.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com