Gullrillurnar bjóða í fjallahjólaferð í tilefni hreyfiviku

Þær fræknu konur sem mynda hópinn Gullrillurnar á Ísafirði bjóða áhugasömum að koma með í fjallahjólaferð, þriðjudaginn 29. maí, í tilefni hreyfiviku. Áætlað er að hittast klukkan 17:00 við íþróttahúsið á Torfnesi og hjóla upp Skíðaveginn að Skíðheimum. Þaðan verður farin fjallabaksleið til baka með ýmsum krókum og klækjum eins og segir í viðburðalýsingunni. Gullrillur sjá svo um leiðsögn, leiðarval og tæknileiðbeiningar. Ferðin hentar bæði byrjendum í fjallahjólreiðum en einnig lengra komnum. Mælt er með því að vera á fjallahjólum með framdempun og að sjálfsögðu mæta allir með hjálma.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com