Framsóknarflokkurinn í Ísafjarðarbæ birtir stefnuskrá

Frambjóðendur Framsóknar í Ísafjarðarbæ.

Framsóknarflokkurinn í Ísafjarðarbæ hefur sent frá sér stefnuskrá fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framtíðarsýn er í fyrirrúmi hjá flokknum, sem setur fram eftirfarandi kosningaráherslur:

 

  • Að auglýst verði eftir bæjarstjóra sem starfi á kjörtímabilinu.
  • Að Ísafjarðarbær verði í forystu í hagsmunabaráttu atvinnumála á Vestfjörðum, þar á meðal er varðar fiskeldi, ferðamannaiðnaðinn, sjávarútveg, raforkuöflun og landbúnað.
  • Að Ísafjarðarbær í samvinnu við önnur sveitarfélög á svæðinu vinni að sjálfbærri ferðamannastefnu þar sem áherslan er lögð á upplifun, gæði þjónustunnar og virðisauka hennar.
  • Stuðla að aukinni geðheilbrigðisþjónustu og styðja foreldra í uppeldishlutverki sínu með því að innleiða snemmtæka íhlutun í sveitarfélagið.
  • Stórbæta almenningssamgöngur milli þéttbýliskjarna sveitarfélagsins.
  • Fjölga leikskólaplássum og tryggja leikskólavistun frá 12 mánaða aldri, m.a. með stækkun leikskóla.
  • Finna framtíðarlausn á húsnæðismálum Grunnskólans á Ísafirði.
  • Byggja fjölnota knattspyrnuhús og skipuleggja Torfnes svæðið sem íþróttamiðstöð með líkamsrækt og sundlaugasvæði.
  • Auka flokkun og finna leiðir til þess að hætta urðun á almennu sorpi.

Ítarlegri upplýsingar um stefnumál Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ má nálgast hér.

Margrét Lilja

milla@bb.is

DEILA