Tveir listar bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum á Tálknafirði

Tálknafjörður. Mynd: Mats Wibe Lund.

Á Tálknafirði eru tveir listar staðfestir, sem munu bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum, það eru E-listinn, Eflum Tálknafjörð, og svo Ó-listinn, listi óháðra.

Hjá E-listanum er oddvitaefni Lilja Magnúsdóttir, hafnarvörður.

Hér má sjá listann í heild sinni:

  1. Lilja Magnúsdóttir, hafnarvörður
  2. Jóhann Örn Hreiðarsson, matreiðslumaður
  3. Jón Örn Pálsson, ráðgjafi
  4. Guðlaug Sigurrós Björnsdóttir, bókasafnsvörður
  5. Aðalsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri
  6. Ragnar Þór Marinósson, fiskeldismaður
  7. Sigurður Jónsson, vélstjóri
  8. Kristrún Guðjónsdóttir, bókari
  9. Björgvin Sigurjónsson, framkvæmdarstjóri

Oddvitaefni Ó-listans, lista óháðra, er Bjarnveig Guðbrandsdóttir, skólafreyja.

Hér má sjá listann í heild sinni:

 

1. Bjarnveig Guðbrandsdóttir, skólafreyja
2. Ingibjörg Ósk Þórhallsdóttir, lagerstjóri
3. Björgvin Smári Haraldsson, vigtarmaður
4. Guðni Jóhann Ólafsson, starfsmaður í fiskeldi
5. Berglind Eir Egilsdóttir, afgreiðsukona
6. Nancý Rut Helgadóttir, gæðastjóri
7. Ingibjörg Jóna Nóadóttir, gæðastjóri
8. Einir Steinn Björnsson, útgerðarmaður
9. Guðný Magnúsdóttir, matráður
10. Heiðar Jóhannsson, trésmíðameistari

Margrét Lilja

milla@bb.is

DEILA