„Þessi stóru mál eru það sem skilur milli feigs of ófeigs“

Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu.

Viðtal við framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, Sigríði Ó. Kristjánsdóttur í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag, vakti athygli blaðamans bb. Þar kemur fram að Sigríði komi ekki á óvart að í samtölum blaðamanns mbl við sveitunga hennar um stærstu málin fyrir sveitarstjórnarkosningar hefðu mál sem fremur heyra undir ríkisvaldið en sveitarfélögin ítrekað verið nefnd.

Sigríður segir að samgöngu-, orku- og atvinnumál séu þau mál sem brenna á Vestfirðingum. Mikil orka sveitarstjórnarmanna fari í að fylgja þessum málum eftir, sem jafnvel hafi áhrif á hefðbundið starf þeirra. Allir sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum sjái að ef ekki næst árangur í þessum málum séu Vestfirðingar í tapaðri baráttu. „Þessi stóru mál eru það sem skilur á milli feigs og ófeigs í því að við getum vaxið og dafnað. Það er svolítið stóra málið. Ef samgöngur, raforka og nettengingar eru á pari við aðra landshluta, þá getur svæðið plummað sig.“ Segir Sigríður.

Gunnar

DEILA