Skipulagsstofnun leggst gegn eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi

Ísafjarðardjúp.

Skipulagsstofnun sendi í gær frá sér álit vegna allt að 6800 tonna framleiðslu á laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi á vegum Háafells. Í álitinu kemur fram að stofnunin leggist gegn eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi. Stofnunin telur að áhrif laxaeldis Háafells á villta laxastofna í Ísafjarðardjúpi séu líkleg til að vera verulega neikvæð og tekur undir með Hafrannsóknarstofnun um að ekki eigi að leyfa eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi miðað við fyrirliggjandi áhættumat.

Í niðurstöðum álitsins kemur meðal annars fram að Skipulagsstofnun telji að matsskýrsla Háafells uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og að umhverfisáhrifum hafi verið lýst á fullnægjndi hátt.

Einnig kemur fram að stofnunin telji að helstu neikvæðu áhrif fyrirhugaðs laxeldis Háafells við Ísafjarðardjúp felist í áhrifum á villta laxastofna vegna áhættu á erfðablöndun, aukinni hættu á að fisksjúkdómar og laxalús berist í villta laxfiska, áhrifum á botndýralíf og eðlisþætti sjávar.

Fréttin verður uppfærð.

Margrét Lilja

milla@bb.is

DEILA