Skemmtikvöld Lionsklúbbs Ísafjarðar með eldri borgurum haldið í kvöld

Skemmtikvöld Lionsklúbbsins. Mynd úr safni.

Skemmtikvöld Lionsklúbbs Ísafjarðar með eldri borgurum Ísafjarðarbæjar, verður haldið á Hlíf í kvöld, 6. apríl kl. 19:30. Allir eldri borgarar Ísafjarðarbæjar eru hvattir til að mæta og njóta veitinga og skemmtunar með Lionsmönnum og gestum þeirra.

Í samtali við Bjarndísi Friðriksdóttur, sem er meðlimur í Lionsklúbbi Ísafjarðar, kemur fram að skemmtikvöldið sé árviss viðburður sem haldinn hafi verið frá því að Hlíf var byggt. „Við bjóðum upp á þétta skemmtidagskrá með bingói, erindum og söngtríói. Svo verður auðvitað spilað á nikku og boðið upp á kaffihlaðborð.“

Eldri borgarar Ísafjarðarbæjar eru hvattir til að láta þennan viðburð ekki fram hjá sér fara.

Margrét Lilja

milla@bb.is

DEILA