Fengsæll skipstjóri kvaddur

Guðjón Arnar Kristjánsson.

Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi skipstjóri og alþingismaður, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag, fimmtudag. Hann var fæddur 5. júlí 1944. Guðjón var varaþingmaður Vestfirðinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1991 til 1995, síðan þingmaður Vestfirðinga fyrir Frjálslynda flokkinn árin 1999 til 2009. Hann var einnig formaður Frjálslynda flokksins frá 1999 til 2004.

Guðjón var sonur Kristjáns Sigmundar Guðjónssonar og Jóhönnu Jakobsdóttur, sem bæði voru ættuð af ströndum. Hann lauk stýrimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og var skipstjóri í þrjá áratugi, lengst af á Páli Pálssyni frá Hnífsdal. Hann var formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar frá 1975 til 1984.

Guðjón var einn af þeim mönnum sem setti mark sitt á samfélagið og verður minnst fyrir dugnað, harðdrægni við sjósókn og sem miklum aflamanni.

BB sendir aðstandendum Guðjóns Arnars Kristjánssonar samúðarkveðjur við þessi tímamót.

Gunnar

DEILA