Deiliskipulag fyrir Strandgötu kynnt

Á heimasíðu Vesturbyggðar er tilkynning frá skipulagsfulltrúa Vesturbyggðar þar sem segir frá því að miðvikudaginn 11. apríl verði deiliskipulagstillaga fyrir Strandgötu 1 á Bíldudal, kynnt á opnu húsi í Baldurshaga. Kynningin fer fram á milli kl. 18:00 og 19:00. Áhugasamir eru hvattir til að mæta og kynna sér skipulagið. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er bent á að skoða tillöguna, en hlekk á hana má finna á heimasíðu Vesturbyggðar. Hagsmunaaðilar geta einnig gert athugasemdir við deiliskipulagstillöguna fram til 16. apríl 2018. Athugasemdunum ber að skila á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63 á Patreksfirði.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com  

DEILA