Almenningssamgöngur milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar

Patreksfjörður.

Það ætti enginn að þurfa að sitja heima á Vestfjörðum í sumar þó þeir aðhyllist bíllausan lífsstíl. Það er nefnilega hægt að taka rútu næstum hvert sem er á Vestfjörðum. Hjá Westfjords Adventures verður hægt að bóka ferðir frá Patreksfirði yfir á Brjánslæk, í Flókalund, Dynjanda, Þingeyri og svo á Ísafjörð og jafnvel aftur til baka frá og með 1. júní 2018. Ekið verður þrisvar í viku í samræmi við siglingar ferjunnar Baldurs á Brjánslæk. Akstursdagarnir falla þannig á mánudaga, miðvikudaga og föstudaga og ekið verður allt sumarið, eða fram til 31. ágúst. Þau sem nauðsynlega þurfa að komast á milli þessara staða fyrir 1. júní og eftir 31. ágúst geta hringt og pantað far og þetta gildir frá 15. maí til 31. maí og frá 1. september til 15. september. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni wa.is.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA