Áætlunarferðir á milli Ísafjarðar og Hólmavíkur í sumar

Eins og fram kemur á vef Vestfjarðastofu þá hafa Fjórðungssamband Vestfirðinga og Hópferðamiðstöð Vestfjarða ehf. samið um akstur á milli Ísafjarðar og Hólmavíkur í sumar. Áætlunarferðirnar hefjast í byrjun maí og standa til 18. september. Ekið verður þrisvar í viku, miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga. Áhugasamir geta tekið rútuna frá Pollgötu á Ísafirði eða Kaupfélaginu á Hólmavík þessa daga og hoppað út í Súðavík, Heydal eða Hótel Reykjanesi. Farþegar þurfa að panta far með minnst fjögurra tíma fyrirvara í síma 893-1058.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA