VÍS gefur barnabílstóla til flóttafjölskyldna

Starfsmaður VÍS kemur barnabílstól fyrir í rútunni áður en lagt var af stað til Keflavíkur að sækja hópinn.

Það þarf að huga að mörgu við undirbúning komu flóttafjölskyldna til landsins. Rauði kross Íslands hefur unnið hörðum höndum að því að aðstoða fjölskyldurnar við að koma sér fyrir í nýjum heimkynnum, en eitt verkefnanna var að útvega barnabílstóla fyrir börnin.

Rauði krossinn leitaði til VÍS, sem úthlutaði verkefninu 6 stóla úr Samfélagssjóði fyrirtækisins.

Starfsmaður VÍS fylgdi verkefninu eftir með því að fara upp í Efstaleiti og festa stólana í rútuna áður en hún lagði af stað út á Keflavíkurflugvöll til að taka á móti hópnum sem var að koma til landsins.

Í samtali við Andra Ólafsson, samskiptastjóra hjá VÍS, segir hann að þau séu glöð með að börnin bætist í hóp ánægðra barna sem eru í öruggum stólum frá VÍS og að eiga þátt í því að stuðla að öryggi þessara nýju íbúa í umferðinni. „Við treystum því að þeir fullorðnu verði til fyrirmyndar og spenni sín belti.“

Margrét Lilja

milla@bb.is

DEILA