Vegleg framlög til Vestfjarða úr Húsafriðunarsjóði 2018

Tjöruhúsið í Neðstakaupstað á Ísafirði.

Nú hefur verið birtur listium úthlutaða styrki úr húsafriðunarsjóði 2018
á vef Minjastofnunar Íslands. Fram kemur að alls bárust 252 umsóknir í
sjóðinn að þessu sinni, en 215 verkefni fengu stuðning, rúmar 340
milljónir samtals. Talsvert mörg af þessum verkefnum sem fengu stuðning
eru á Vestfjörðum eins og sjá má í yfirlitinu hér að neðan. Alls eru
vestfirsku verkefnin 48 talsins og framlög að upphæð samtals rúmlega
77,6 milljónir. Hæstu framlögin eru til Ísafjarðarbæjar til að vinna að
tillögur að verndarsvæðum í byggð á Ísafirði eða samtals rúmar 13,4
millj. í tvö verkefni.

FRIÐLÝSTAR KIRKJUR
Bænhúsið í Furufirði – 1 millj.
Eyrarkirkja við Seyðisfjörð – 1,2 millj.
Hagakirkja – 4,5 millj.
Hrafnseyrarkirkja – 1,9 millj.
Kaldrananeskirkja í Bjarnarfirði – 4 millj.
Patreksfjarðarkirkja – 3 millj.
Staðarkirkja í Steingrímsfirði – 900 þúsund
Ögurkirkja í Ísafjarðardjúpi – 900 þúsund

FRIÐLÝST HÚS OG MANNVIRKI
Aðalstræti 8, Jónassenshús á Ísafirði – 4,5 millj.
Betuhús í Æðey – 600 þúsund
Faktorshús í Neðstakaupstað á Ísafirði – 3,7 millj.
Faktorshúsið í Hæstakaupstað á Ísafirði – 1,3 millj.
Gamla húsið í Ögri í Ísafjarðardjúpi – 1,5 millj.
Messíönuhús á Ísafirði – 1,1 millj.
Tjöruhúsið í Neðstakaupstað á Ísafirði – 1,5 millj.
Turnhúsið í Neðstakaupstað á Ísafirði – 1,5 millj.

FRIÐUÐ HÚS OG MANNVIRKI
Albertshús á Ísafirði – 500 þúsund
Bræðraborg á Ísafirði – 3 millj.
Gamli bærinn á Sveinseyri við Tálknafjörð – 1,5 millj.
Gamli spítalinn á Þingeyri – 1,4 millj.
Gamli spítalinn á Patreksfirði – 1,8 millj.
Hafnarstræti 3 á Þingeyri – 1 millj.
Höll í Haukadal við Dýrafjörð – 1,5 millj.
Júlluhús á Flateyri – 800 þúsund
Ólafshús á Patreksfirði – 2,5 millj.
Rafstöðin, Hnúksá í Bíldudal – 700 þúsund
Sandeyri á Snæfjallaströnd  – 1 millj.
Sjóarahús á Hvammeyri, Tálknafirði – 700 þús
Sjönuhús á Þingeyri – 700 þúsund
Sundstræti 41 á Ísafirði – 600 þúsund
Svarta pakkhúsið á Flateyri – 1,9 millj.
Tangagata 31 suðurendi á Ísafirði – 1,2 millj.
Tangagata 31a á Ísafirði – 500 þúsund
Valhöll á Patreksfirði – 1,5 millj.
Þorbergshús á Þingeyri – 700 þúsund
Æðarhreiðragarður í Vigur – 700 þúsund

ÖNNUR HÚS OG MANNVIRKI
Aðalstræti 65 á Patreksfirði – 400 þúsund
Arnarnúpur 1 í Keldudal við Dýrafjörð – 600 þúsund
Heklan á Ísafirði – 1 millj.
Herkastalinn á Ísafirði – 1,5 millj.
Kvíar í Jökulfjörðum – 700 þúsund
Lýsistankur síldarverksmiðjunnar á Eyri í Ingólfsfirði – 1 millj.
Síldarverksmiðjan í Djúpavík – 1 millj.
Veðramæti á Patreksfirði – 300 þúsund
Verslun Bjarna Eiríkssonar í Bolungarvík – 400 þúsund

HÚSAKANNANIR
Byggða- og húsakönnun í Tálknafjarðarhreppi – 1,2 millj.

STYRKIR TIL AÐ VINNA TILLÖGU AÐ VERNDARSVÆÐI Í BYGGÐ:
Neðstikaupstaður á Ísafirði – 3.850.000.-
Gamli bærinn á Skutulsfjarðareyri á Ísafirði – 9.560.000.-

DEILA