Styrkveitingar verði skilyrtar

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.

Samkvæmt viljayfirlýsingu bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar verða fjárveitingar til íþróttafélaga og annarra félagasamtaka sem bjóða upp á frístundaiðkun fyrir börn og unglinga, skilyrð því að félögin setji sér siðareglur og viðbragðsáætlanir og fræði þjálfara og umsjónarfólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi.

Félögin skulu tilgreina trúnaðarmann í viðbragðsáætlun. Einnig skulu þeir sem Ísafjarðarbær styrkir hafa jafnréttisáætlun og skýra aðgerðaráætlun sem unnið er eftir. Ísafjarðarbær hefur eftirlit með því að fyrrgreind atriði séu uppfyllt.

DEILA