Stillt upp á Í-listann

Í-listinn í Ísafjarðarbæ hefur valið uppstillingarnefnd sem hefur verið falið að stilla upp á lista fyrir sveitarstjórnarkosingarnar í lok maí. Í nefndinni sitja þau Bryndís Friðgeirsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Hafberg, Sunna Einarsdóttir og Viktor Pálsson.

„Við teljum mikilvægt að listinn endurspegli fjölbreytileikann í samfélaginu og vitum að það er fullt af fólki sem hefur áhuga á að vinna samfélaginu gagn á þessum vettvangi þó að það sé ekki skráð í stjórnmálaflokk,“ segir i tilkynningu frá Í-listanum.

Í-listinn hefur boðið fram í Ísafjarðarbæ frá kosningunum 2006 og er með hreinan meirihluta á yfirstandandi kjörtímabili.

DEILA