Rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi hafnar

Veiðar á rækju í Djúpinu eru hafnar og er kvótinn fyrir vertíðina 322 tonn. BB hringdi í skipstjórann á Ásdísi ÍS 002 frá Bolungarvík, Einar Guðmundsson, og spurði hvernig gengi. Hann sagði að veiðar gengju mjög vel og rækja víða í Djúpinu. Þeir lönduðu 17 tonnum í fyrradag og níu tonnum í gær. Um hálf tólfleytið voru komin um tvö tonn, en þeir eru á veiðum inn við Borgarey. Aflinn verður unninn í rækjuvinnslu Hólmadrangs í Hólmavík.

Einar lýsti ánægju með að vera loksins kominn á rækjuveiðar og telur að kvótinn sé full lítill miðað við magn af rækju. Hann vonast til að veiðar verði leyfðar aftur strax í haust úr nýjum kvóta.

-Gunnar

DEILA