Paradís skíðamanna í Dölunum tveim

Dalirnir tveir skörtuðu sýnu fegursta í dag, laugardag fyrir páska. Sól, logn og frábært skíðafæri. Það var ekki laust við nostalgíu þar sem aðstæður minntu á gömlu góðu dagana upp á Seljalandsdal. Páskaeggjamót var haldið fyrir yngsta skíðafólkið og margir slöppuðu af yfir kaffi og nesti í sólinni, enda nokkuð um biðraðir í lyftum.

Fábær dagur á Skíðaviku og af nógu að taka eftir skíðin í menningarlífi bæjarins í kvöld.

 

 

 

 

-Gunnar