Hátíðarfundur AA samtakanna á föstudaginn langa

Hátíðarfundur AA-samtakanna á Ísafirði verður haldinn föstudaginn langa, 30. mars kl. 16, í Ísafjarðarkirkju. Kaffiveitingar verða í boði fyrir fundargesti og eru allir hjartanlega velkomnir á fundinn.

Stofnfundur AA-samtakanna á Íslandi var haldinn föstudaginn langa, 16. apríl 1954. Samkvæmt heimasíðu AA-samtakanna á Íslandi var það fyrir algjöra tilviljun að fundurinn var haldinn á þessum degi, en þeir sem boðuðu til hans höfðu ekki áttað sig á því hvenær hann bar upp. Út af þessari tilviljun miðast afmæli AA-samtakanna á Íslandi við föstudaginn langa ár hvert og hátíðarfundir haldnir víða um land í tilefni þessa.

-Margrét Lilja Vilmundardóttir

margretliljavilmundardottir@gmail.com

 

DEILA