Áhugavert erindi í Vísindaporti Háskólaseturs í hádeginu í dag

Landamærastöð Matvælastofnunar er í Vestrahúsinu á Ísafiðri.

Í Vísindaporti í hádeginu í dag munu starfsmenn Háskólaseturs Vestfjarða kynna nýtt meistaranám, Sjávarbyggðafræði, sem hefur göngu sína í haust. Tilraun verður gerð með að streyma Vísindaportinu á YouTube rás Háskólaseturs svo kynningin ætti að nýtast öllum sem hafa áhuga á námsleiðinni vítt og breitt um landið.

Nýja námsleiðin í sjávarbyggðafræði hefur nú þegar verið kynnt fyrir þremur menntamálaráðherrum, en nú er loksins komið að því að kynna hana fyrir Vestfirðingum og öðrum landsmönnum.

Sjávarbyggðafræðin, er líkt og Haf- og strandsvæðastjórnun, kennd í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Staðbundið nám við Háskólasetur Vestfjarða er að sumu leyti óvenjulegt. Námið er allt á meistarastigi, kennt er í lotum til að auðveldara sé að fá sérhæfða kennara, auk þess sem boðið er upp á sumarönn. Nýja námsleiðin í Sjávarbyggðafræði mun njóta samlegðaráhrifa frá núverandi námsleið í Haf- og strandsvæðastjórnun og mun því fylgja sömu uppbyggingu.

Með tilkomu Sjávarbyggðafræðinnar tekur Háskólasetur Vestfjarða stærsta skref til framþróun síðan námsleiðin í Haf- og strandsvæðastjórnun var sett á laggirnar fyrir tíu árum. Þá var gjarnan nefnt að þetta viðfangsefni hentaði mjög vel á Vestfjörðum sem hafa að geyma þriðjung strandlengju Íslands. Vonir standa til að nemendur nýju námsleiðarinnar njóti einmitt líka góðs af staðsetningunni á Ísafirði og að í gegnum hana öðlist þeir betri skilning á byggðafræði.

Vísindaport er öllum opið og hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs. Hægt er að ná streymi á YouTube rá

-Gunnar

DEILA