Áfram kalt í veðri

Það verður áframhaldandi norðaustanátt á Vestfjörðum í dag, 10-15 m/s og él. Bætir heldur í vind og úrkomu í kvöld. Frost 2 til 8 stig. Á morgun, þriðjudag, róast veður. Síðdegis verður vindur orðinn meinlaus og búið að létta til aftur á Suður- og Vesturlandi. Fyrir norðan og austan verða þá dálítil él á stangli. Þetta meinlausa veður helst síðan væntanlega áfram út miðvikudaginn. Áfram verður kalt í veðri og frost um allt land.

Færð á vegum:

Allar leiðir á Vestfjörðum eru færar. Snjóþekja er í Ísafjarðardjúpi, á Steingrímsfjarðarheiði og á Klettshálsi og á Þröskuldum er þæfingur.