Vonskuveður í kvöld – bátaeigendur hugi að landfestum

Veðurstofan spáir vonskuveðri á Vestfjörðum í kvöld. Í kvöld gengur hann í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu og hlýnar þegar líður á nóttina og breytist ofankoman í slyddu. Veðurstofan varar við ferðalögum, sér í lagi um fjallvegi og hviður fara yfir 40 m/s t.d. á Steingrímsfjarðarheiði. Björn Jóhannsson, hjá Ísafjarðarhöfnum, beinir því til eigenda báta að þeir hugi að landfestum báta sinna áður en veðrið skellur á kvöld og gilda þau tilmæla í öllum höfnum Ísafjarðarbæjar.

DEILA