Tíðindalítið veður í dag en kröpp lægð á leiðinni

Suðaustan hvassviðri eða stormur á morgun.

Það verður fremur tíðindalítið veður í dag eftir því sem segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Það verður útsynningisél á vestaverðu landinu, en léttskýjað fyrir austan. Hlutirnir eru þó heldur betur að gerast langt suður í hafi þar sem myndast kröpp lægð, sem mun hreyfast hratt norður á bóginn í nótt. Úrkomukerfi lægðarinnar nálgast í fyrramálið og þykknar þá upp og hvessir. Lægðin dýpkar jafnt og þétt og gerir því suðaustanstorm eða -rok á landinu, jafnvel ofsaveður um tíma. Einnig er spáð talsverðri rigningu á sunnanverðu landinu á morgun og úrhelli á Suðausturlandi. Sem betur fer er lægðin á hraðferð svo að veðrið gengur ört niður vestanlands og léttir til þar, þó verður áfram hvasst og vætusamt eystra fram á kvöld. Fimmtudagurinn gefur kærkomna stund milli stríða, en næst illvirðislægð er vætanleg á föstudaginn kemur.

DEILA