Kólnar á ný

Það snýst í norðaustanátt á Vestfjörðum og kólnar þegar líður á daginn og kvöldið. Fram eftir degi er spáð 0 til 5 stiga hita en vægu frosti í kvöld. Í hugleiðingum verðurfræðing kemur fram að næstu daga verða áfram norðuastlægar áttir með frosti um allt land.

Á föstudag og laugardag er útlit fyrir ákveðna norðaustanátt. Él fyrir norðan og austan, en léttskýjað sunnan- og suðvestanlands. Frost um allt land.

DEILA