Harðverjar öflugir á meistaramótaröð Glímusambandsins

Sigurður Óli og Margrét Rún.

Á laugardaginn var þriðja umferð í meistaramótaröð Glímusambands Íslands sem fór fram í Reykjavík. Ísfirsku systkinin Margrét Rún og Sigurður Óli Rúnarsbörn, sem bæði keppa fyrir Hörð, gerðu góða ferð suður. Margrét Rún hreppti gull +70 kg flokki kvenna og Sigurður Óli hlaut tvö bronsverðlaun, annars vegar í +90 kg flokki og hins vegar í opnum flokki karla.

DEILA