Aflaverðmæti HG dróst saman um 16 prósent milli ára

Stefnir ÍS.

Afli skipa Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. var 11.979 tonn á síðasta ári, litlu minna en árið áður þegar afli skipanna var 12.114 tonn. Aflaverðmætið dróst saman um 16 prósent milli ára. Var 2.630 milljónir kr. á síðasta ári á móti 3.131 milljón kr. árið 2016. Á vef HG segir að ástæða minna aflaverðmætis skýrist af styrkingu krónunnar, lækkandi hráefnisverði og sjómannverkfallinu sem lauk 19. febrúar 2017.

Aflaverðmæti skipa HG á síðustu árum. Hafa ber í huga að Páll Pálsson var á sjó fram í lok júní 2017 þegar skipið var selt.
DEILA