Stjórn Umhverfissjóðs sjókvíaeldis hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2018 um einn mánuð. Hafa umsækjendur því frest til 17. febrúar 2018 til að skila inn umsóknum sínum.
Lög um fiskeldi kveða á um að starfræktur skuli Umhverfissjóður sjókvíaelds.
Markmið sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Sjóðurinn greiðir kostnað við rannsóknir vegna burðarþolsmats, vöktunar og annarra verkefna sem stjórn sjóðsins ákveður. Jafnframt er heimilt að veita veiðiréttarhöfum styrki til að mæta kostnaði eða tekjumissi sem ekki er hægt að rekja til ákveðinnar eldisstöðvar.
Megin tekjur sjóðsins er árgjald sem innheimt er af rekstrarleyfishöfum sjókvíaeldis.