Umhleypingar framundan

Það verður norðlæg átt á landinu í dag og éljagangur á norðanverðu landinu en bjartviðri sunnantil. Veðurstofan spáir norðaustanátt á Vestfjörðum í dag, 10-15 m/s og éljum. Heldur hægari seint í kvöld. Frost 3-8 stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings er greint frá að við Nýfundnaland er lægð að brýna kutana sína á leið sinni til Íslands. Úrkomuskil frá henni ganga yfir landið aðra nótt með hvassviðri eða storm og snjókomu í fyrstu en síðar rigningu. Þegar að lægðin kemur nær landi verður vindur vestlægari og það kólnar, él vestantil en bjartviðri eystra. Á sunnudag er svo útlit fyrir næstu djúpu lægð með hvössum vindi og rigningu, áður en það kólnar aftur á mándag með éljum vestantil. Svo eru líkur á að þriðja lægðin kemur upp að landinu á miðvikudag.

Það eru því umhleypingarsamir tímar framundan.

DEILA