Telja veglínu um Teigsskóg í andstöðu við lög

Utanverður Teigsskógur.

Frestur til að skila athugasemdum við vinnslutillögu að aðalskipulagsbreytingum vegna Vestfjarðavegar (60) rann út 5. janúar. Skipulagsnefnd Reykhólahrepps tók þær athugasemdir og umsagnir sem höfðu borist fyrir á fundi sínum í gær. Reykhólahreppur er með tvær veglínur til skoðunar, annarsvegar veglínu Þ-H sem liggur um Teigsskóg og hins vegar veglínu D2 sem liggur í göngum undir Hjallaháls og innifelur nýjan veg yfir Ódrjúgsháls.

Eftirtaldir gerðu athugasemdir og umsagnir: Skipulagsstofnun, Gunnlaugur Pétursson o.fl., Gunnbjörn Jóhannsson, Sæmundur Guðmundsson o.fl., Reynir Bergsveinsson, Sævar Reynisson, Vegagerðin, Annalísa Magnúsdóttir, Náttúrufræðistofnun Íslands óskaði eftir fresti til að skila inn aths. fram yfir þrettándann, Ómar Ragnarsson, Landvernd, Orkustofnun, Ísafjarðarbær, Leifur Z. Samúelsson.

Í umsögn Landverndar er eindregið mælt með leið D2. Samtökin telja að Þ-H leiðin sé í mikilli andstöðu við lög um verndun Breiðafjarðar sem og náttúruverndarlög. Að auki er bendir Landvernd á að norðurströnd Þorskafjarðar og fjörur í Djúpafirði eru svæði á á náttúruminjaskrá. Landvernd telur ekki um brýna nauðsyn að ræða varðandi röskun á leirum og vistkerfum þeirra við þverun fjarðanna á Þ-H leið, aðeins ódýrari lausn.

Ómar Ragnarsson leggur til við nefnina að farin verði gangaleið og bendir hann á að lítið sé til af gögnum um um göng á leið D2 og leggur til hugmyndir að staðsetningu gangamunna og um leið styttri göng.

Í umsögn Skipulagsstofnunar er bent á nauðsyn þess að leita umsagna Hafrannsóknastofnunar og Náttúrufræðistofnunar vegna atriða sem fram komu í áliti Skipulagsstofnunar um umhverfismat Vestfjarðavegar. Skipulagsstofnun bendir á að sveitarfélagið þurfi sérstaklega að rökstyðja þörf á að velja leið Þ-H vegna 61. gr. náttúruverndarlaga, verði það niðurstaða Reykhólahrepps að fara þeið Þ-H um Teigsskóg.

DEILA