Tilkynning barst um snjóflóð á Súðavíkurhlíð kl. 5.30 í morgun. Vegagerðin var strax látin vita af snjóflóðinu og í framhaldinu var veginum um Súðavíkurhlíð lokað. Fylgst verður með stöðu mála í dag en áfram er spáð norðvestanátt og ofankomu. Veginum um Súðavíkurhlíð hefur í tvígang verið lokað vegna snjóflóðahættu það sem af er ári.