Stefnt á 15-20 nemendur fyrsta kastið

Allir sem vettlingi geta valdið eru velkomnir á Flateyri á laugardaginn.

„Mitt verk­efni verður í raun og veru að sækja fjár­magn og stuðning, vekja áhuga á þess­ari teg­und náms­leiða og koma þess­um skóla á fót í haust með öllu sem til þarf, hús­næði, nán­ari nám­skrá, kenn­ur­um og síðast en ekki síst, nem­end­um,“ seg­ir Helena Jóns­dótt­ir í Morg­un­blaðinu í dag. Hún hef­ur tekið til starfa sem fram­kvæmda­stjóri félags um stofnun lýðhá­skóla á Flat­eyri. Áætlað er að skólinn taki til starfa í haust.

Helena gerir ráð fyrir að fyrsta kastið verði nem­end­ur lýðhá­skól­ans um 15-20 tals­ins.

DEILA