„Mitt verkefni verður í raun og veru að sækja fjármagn og stuðning, vekja áhuga á þessari tegund námsleiða og koma þessum skóla á fót í haust með öllu sem til þarf, húsnæði, nánari námskrá, kennurum og síðast en ekki síst, nemendum,“ segir Helena Jónsdóttir í Morgunblaðinu í dag. Hún hefur tekið til starfa sem framkvæmdastjóri félags um stofnun lýðháskóla á Flateyri. Áætlað er að skólinn taki til starfa í haust.
Helena gerir ráð fyrir að fyrsta kastið verði nemendur lýðháskólans um 15-20 talsins.