Segja fullyrðingu Landverndar ranga

Ós Hvalár í Ófeigsfirði. Mynd: Mats Wibe Lund. Myndin tengist fréttinni ekki.

Í yf­ir­lýs­ingu Vest­ur­Verks seg­ir að auk­in orku­fram­leiðsla á svæðinu sé for­senda fyr­ir auknu raf­orku­ör­yggi í fjórðungn­um og að und­ir það taki Landsnet, Orku­bú Vest­fjarða og Fjórðungs­sam­band Vest­f­irðinga fyr­ir hönd vest­firskra sveit­ar­fé­laga. „Því nær sem orkuuppsprettan er notandanum því öruggari er tengingin til notandans vegna styttri flutningsleiða,“ segir í í yfirlýsingu Vesturverks.

Um skýrsluna segir í yfirlýsingu Vesturverks:

„Í skýrslunni er einvörðungu lagt mat á raforkuöryggi út frá tveimur ólíkum kostum í flutningi á raforku – með loftlínum eða með jarðstrengjum. Ekkert mat er lagt á virkjanakosti á Vestfjörðum eða fyrirætlanir VesturVerks um flutning raforku frá Hvalárvirkjun. Hvergi er minnst á með hvaða hætti Hvalárvirkjun mun tengjast flutningskerfi Landsnets. Skýrsluhöfundur nefnir Hvalárvirkjun einungis í einni málsgrein í inngangi skýrslunnar og setur þar fram þá skoðun sína að með loftlínum muni Hvalárvirkjun litlu bæta við raforkuöryggi svæðisins. Þessi skoðun er ekki frekar rökstudd og ekkert efnislegt mat lagt á getu Hvalárvirkjunar til að tryggja raforku til Vestfirðinga.“

Hvalárvirkjun verður tengd með jarðstreng yfir Ófeigsfjarðarheiði yfir í tengimannvirki við Ísafjarðardjúp. Meðal valkosta er að flytja orkuna þaðan með sæstreng yfir Ísafjarðardjúp og leggur Fjórðungssamband Vestfirðinga áherslu á þá leið. Sveitarfélög á Vestfjörðum hafa gert þá kröfu að Vestfirðir verði hringtengdir í gegnum nýjan afhendingarstað í Ísafjarðardjúpi með tengingu til Kollafjarðar og til Ísafjarðar.  „Sú sviðsmynd er ekki skoðuð í skýrslunni,“ segir í yfirlýsingu Vesturverks.

Kostnaður við lagningu tæplega 200 km rafstrengs í jörðu er í skýrslunni áætlaður um 20 milljarðar íslenskra króna. Engar nýjar tekjur munu hljótast af því einu og sér að leggja raflagnir Landsnets og Orkubús Vestfjarða í jörðu og að mati Vesturverks er vandséð að sá kostnaður verði greiddur af öðrum en hinu opinbera.

DEILA