Samþykktu skipulagsbreytingar vegna Hvalárvirkjunar

Frá Árneshreppi. Mynd: Hrafn Jökulsson.

Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti í gær breytingar á skipulagi sem voru nauðsynlegar til að halda áfram undirbúningsvinnu vegna Hvalárvirkjunar. Þrír fulltrúar í hreppsnefnd greiddu atvkæði með breytingunum og tveir á móti. Á fundinum var fjallað um boð Sigurðar Gísla Pálmasonar um gerð kostamats vegna stofnunar þjóðgarðs á Ströndum. Meirihluti hreppsnefndar afþakkaði boðið og minnihlutinn bókaði að engin goðgá væri að bíða með mikilsverðar skipulagsákvarðanir í þá tvo til þrjá mánuði sem slíkt mat tæki. Guðlaugur Ágústsson, hreppsnefndarmaður sem hafnaði boði Sigurðar, bókaði að ekki liggi fyrir umboð eigenda lands og mannvirkja í Árneshreppi, til að meta hvort stofna eigi verndarsvæði úr eigum þeirra.

DEILA