Opið hús á 90 ára afmæli Slysavarnarfélagsins

Þann 29.janúar fagnar Slysavarnafélagið Landsbjörg 90 ára afmæli en það var stofnað þann dag árið 1928. Árið 2018 verður tileinkað afmælinu meira og minna og þessi viðburður markar upphaf afmælisársins.

Af því tilefni verður opið hús hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar á kl. 20 á afmælisdaginn og eru félagar og almenningur allur hvatur til að mæta.

Klukkan 21 þetta kvöld verður skotið upp hvítum sólum en þær fara á loft á sama tíma hringinn í kringum landið og afmælisins minnst með táknrænum hætti.