Ísafjarðarbær tekur 800 milljónir að láni

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að sækja um 800 milljóna króna lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Megnið af láninu, eða 560 milljónir króna, verður ráðstafað í uppgjör Ísafjarðarbæjar vegna breyting á A deild lífeyrissjóðsins Brúar. Afgangurinn, 240 milljónir króna, verður nýttur framkvæmdir sem farið verður í á fyrstu 6 mánuðum ársins og þar má nefna gatnagerð, skólalóðir, hafnarframkvæmdir, íþróttamannvirki.

Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga er lífeyrissjóður fyrir fólk sem starfar hjá sveitarfélögunum. Hann hét áður Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga en skipt var um heiti sjóðsins í júní 2016.

Sjóðurinn er ekki sjálfbær og glímir við uppsafnaðan vanda.og þurfa sveitarfélögin að greiða 40 milljarða króna til sjóðsins til að rétta hann af og hlutur Ísafjarðarbæjar er eins og áður segir 560 milljónir króna. Langtímaávöxtun sjóðsins hefur ekki náð 3,5% viðmiði og halli A deildar sjóðsins er yfir þeim vikmörkum sem fram koma í lífeyrissjóðslögum.

DEILA