Hækkun á landsbyggðinni drífur verðbólguna áfram

Verðbólgu­mæl­ing Hag­stof­unn­ar var tals­vert hærri en grein­ing­araðilar gerðu ráð fyr­ir. Grein­ing­ar­deild Ari­on banka rek­ur hækk­un­ina til gríðar­mik­ill­ar hækk­un­ar hús­næðis­verðs á lands­byggðinni og dvín­andi áhrifa nýrr­ar sam­keppni. Ár­sverðbólga í 2,4% úr 1,9% í des­em­ber. 12 mánaða verðbólga hef­ur ekki mælst jafn mik­il á Íslandi síðan í maí 2014 eða í 44 mánuði.

Í Markaðspunkt­um grein­ing­ar­deild­ar Ari­on banka seg­ir að mæl­ing­in hafi verið tals­vert hærri en grein­ing­araðilar hafi gert ráð fyr­ir. Sjálf spáði deild­in 0,45% lækk­un milli mánaða.
„Óvænta efni mæl­ing­ar Hag­stof­unn­ar að þessu sinni er reiknuð og greidd húsa­leiga sem var hærri en gert var ráð fyr­ir. Það skýrist að miklu leyti af gríðar­mik­illi mældri hækk­un hús­næðis­verðs á lands­byggðinni sem set­ur liðinn reiknaða húsa­leigu úr skorðum.“

Mæl­ing Hag­stof­unn­ar á íbúðar­hús­næði á lands­byggðinni hækkaði um 5,4% á milli mánaða. Hagstofan bendir á að sögu­lega hafi verið afar mikið flökt a þess­um lið verðlagsmælinga og að erfitt hafi verið að spá fyr­ir um um það.

DEILA