Búið að grafa fimmtung af göngunum

Í viku 4 voru grafnir 65,5 metrar í Dýrafjarðargöngum og gönin orðin 1.047 metrar, eða rétt tæpur fimmtungur af heildarlengd ganganna. Í yfirliti yfir gröftin í síðustu viku kemur fram að grafið var í gegnum basalt og karga og var basaltið í neðri hlutanum, en karginn þar ofan á.

Öllu efni var keyrt í vegfyllingu og var byrjað var á vegfyllingu meðfram núverandi vegi sunnan við Hófsá.

Snjóhengja féll á blásarann sem blæs lofti inn í göngin. Ekki urðu skemmdir á blásaranum sjálfum. Ákveðið var að flytja blásarann inn í göngin og láta bláendann ná út fyrir munnann. Nokkrar tafir urðu á vinnu við gröft ganganna vegna þessa. Á  myndinni er unnið við að moka snjó frá blásaranum.

DEILA