Árlegar vetrarfuglatalningar

Skarfar á skeri í Streingrímsfirði. Mynd: Nave.

Nú standa yfir vetrarfuglatalningar á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands í samvinnu við fuglaáhugamenn víða um land.

Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi. Talningar nýtast til vöktunar einstakra stofna. Náttúrustofa Vestfjarða hefur tekið þátt í þessum talningum. Nú er búið að telja við Steingrímsfjörð á Ströndum og voru taldir samtals 4.026 fuglar af 23 tegundum. Náttúrustofan hvetur talningamenn á Vestfjörðum að telja á „sínum“ svæðum.

DEILA