Albert er íþróttamaður Ísafjarðarbæjar

Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs með þeim Jóni Ólafi og Jóhönnu. Aðrir sem voru tilnefndir eru í baksýn.

Albert Jónsson, skíðagöngumaður úr Skíðafélagi Ísfirðinga, var útnefndur íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2017 í hófi í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði á sunnudag. Þá var knattspyrnumaðurinn Þórður Gunnar Hafþórsson úr Vestra útnefndur efnilegasti íþróttamaðurinn og Harpa Grímsdóttir úr blakdeild Vestra fékk sérstaka viðurkenningu fyrir störf sín í þágu ungmennastarfs.

Albert er við æfingar í Lillehammer í Noregi og gat ekki verið viðstaddur útnefninguna. Foreldrar hans, þau Jón Ólafur Sigurðsson og Jóhanna Oddsdóttir, tóku við viðurkenningu fyrir hans hönds.

DEILA