Aflaverðmæti dregst saman

Aflaverðmæti íslenskra skipa var rúmlega ellefu milljarðar króna í september og var það 12,5% minna en í september árinu áður. Í tonnum talinn var aflinn 11% meiri en þá. Í tölum Hagstofunnar kemur fram að samdráttur varð í verðmæti botnfiskafla, uppsjávartegunda, flatfisks og skelfisks.

Á 12 mánaða tímabili, frá því í október 2016 til september 2017 var aflaverðmæti úr sjó rúmlega 109 milljarðar króna og var það hátt í 21% samdráttur miðað við sama tíma árinu fyrr. Á þessu tímabili var það einungis verðmæti loðnu sem jókst.

DEILA