Aðalfundur Fossavatnsgöngunnar

Aðalfundur Fossavatnsgöngunnar verður haldinn á Hótel Ísafirði annaðkvöld. Félagsgjald í Fossavatnsgöngunni er 500 kr. og þarf að vera búið að ganga frá greiðslu með millifærslu eða koma með pening á fundinn til að teljast fullgildur meðlimur og hafa atkvæðisrétt. Á dagsrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Fossavatnsgangan í ár verður gengin síðustu helgina í apríl. Um síðustu helgi voru æfingabúðir Fossavatnsgöngunnar haldnar á Ísafirði og fyrstu helgina í mars verða haldnar aðrar æfingabúðir fyrir þá sem vilja nema tæknina í þessari íþrótt sem nýtur sífellt meiri vinsælda.

DEILA