Vilja sameina leik- og grunnskólann á Flateyri

Grunnskóli Önundarfjarðar.

Starfshópur um leik- og grunnskólastarf á Flateyri hefur óskað eftir því við fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar að Grunnskólinn Önundarfjarðar og leikskólinn Grænigarður á Flateyri verði sameinaðir í eina stofnun. Í framhaldi verði farið í að móta sameiginlega stefnu fyrir skólana með aðkomu skólasamfélagsins alls. Fræðslunefnd tekur undir með og telur fagleg rök og hagsmuni nemenda, kennara, annars starfsfólks sem og íbúa Flateyrar mæla með því að umræddir skólar verði sameinaðir í eina stofnun. Samkvæmt fyrirætlunum samráðshópsins mun álit hans á húsnæðismálum sameinaðs skóla liggja fyrir í lok vorannar 2018.

DEILA