Vestfirðingur í stað Vestfjarða

Fyrsta forsíða Vestfirðings.

Í gær hóf göngu sína nýtt blað um vestfirsk málefni. Blaðið heitir Vestfirðingur og kemur í stað blaðsins Vestfirðir. Það verður í ritstjórn Kristins H. Gunnarssonar sem einnig ritstýrði Vestfjörðum en útgáfa þess var stöðvuð í kjölfar gjaldþrots Pressunnar ehf. Í fyrsta blaði Vestfirðings er haft eftir Ámunda Ámundasyni, sem stofnaði blaðið ásamt fleirum landhlutablöðum og seldi útgáfuréttinn til Pressunnar ehf. fyrir tveimur árum, stóðu blöðin alla tíð undir sér. Hann segir vanda Pressunnar því ekki tilkominn vegna útgáfu blaðanna. Ámundi hefur ákveðið að hefja útgáfu nýrra blaða með svipuðu sniði og verið hefur.

Vestfirðingur mun koma út aðra hverja viku og verður dreift í hvert hús á Vestfjörðum. Blaðið mun einbeita sér að vestfirskum fréttum og öðru því sem ætla má að eigi erindi til Vestfirðinga og annarra landsmanna.

DEILA