Skíðasvæði Ísfirðinga, bæði í Tungudal og skíðgöngusvæðið Seljalandsdal, verða opin frá klukkan 12-17 en þar var opnun frestað í morgun vegna hvassviðris, en hviður náðu 19 -20 metrum á sekúndu. Ljómandi veður er á Ísafirði nú eftir hádegi, kalt en bjart og hægur vindur og tilvalið að bregða sér á skíði og fá smá líf í útlimina eftir slímsetu jólanna. Skíðasvæðið verður opið alla daga kl. 12 – 17 fram á gamlársdag, ef veður leyfir eins og allt útlir er fyrir.
Skíðasvæðið opnar á nýjan leik 2. janúar.