Meðalaldur flotans 29 ár

Júlíus Geirmundsson ÍS er undir meðalaldri flotans en í nóvember voru 28 ár frá því hann kom til heimahafnar á Ísafirði.

Meðalaldur fiskiskipaflotans var um 29 ár í fyrra og hafði þá hækkað um eitt ár frá árinu 2015. Á árunum 1999 til 2016 hækkaði meðalaldur flotans um rúm tíu ár og telst hann vera orðinn býsna hár núna í sögulegu samhengi. Þetta kemur fram í riti Íslandsbankans, Íslenski sjávarútvegurinn 2017, sem kom út í síðasta mánuði. Meðalaldurinn ætti að lækka eitthvað á næstu árum enda fádæma mikil endurnýjun í flotanum. Sex nýir togarar hafa komið til landsins á þessu ári, von er á einum til viðbótar fyrir árslok og samið hefur verið um smíði á átta togurum til viðbótar sem væntanlegir eru á næstu árum – einn af þeim er Páll Pálsson ÍS.

Í ritinu telst höfundum til að nú séu gerð út 1.647 fiskiskip á Íslandi og hefur skipum fækkað um tæpan fimmtung frá 2001 þegar þau voru 2.012.

DEILA