„Við erum komin með það mörg boð og möguleika í húsnæðismálum að við eigum að geta tekið á móti þessu fólki,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um komu flóttamanna sem sveitarfélögin við Djúp hafa boðist til að taka á móti. Fyrir helgi var greint frá að sveitarfélögin hafa undanfarið verið í viðræðum við velferðarráðuneytið um komu flóttamanna og við fyrstu sýn var álitið að húsnæðismál væru sveitarfélögunum erfið, enda lítið um íbúðarhúsnæði á lausu. Gísli Halldór segir að íbúðirnar séu í Súðavík, Ísafirði og á Flateyri. Flóttamennirnir eru frá Sýrlandi verða á bilinu 20-30 talsins. Gísli Halldór tekur fram að endanleg ákvörðun er í höndum ráðuneytisins. „En við erum með fulla sannfæringu um að við getum tekið á móti þessu fólki og við hlökkum til að taka á móti þeim ef ráðuneytið þiggur boð okkar,“ segir Gísli Halldór.

Móttaka flóttamanna byggir bókun sveitarstjórna Súðavíkurhrepps, Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar frá árinu 2015 þar sem sveitarfélögin buðust til að taka móti fólki í neyð – fólki sem á stjórnsýslumáli kallast kvótaflóttamenn.

Kvótaflótta­menn eru þeir flótta­menn sem Flótta­manna­stofnun Sameinuðu þjóðanna hefur óskað eftir að þjóðir heims taki á móti vegna stríðs­á­stands í heima­landi þeirra. Hæl­is­leit­andi er aftur á móti sá sem sækir um hæli utan síns eigin ríkis og er þar með að biðja um við­ur­kennda stöðu flótta­manns. Ef stjórn­völd fall­ast á rétt­mæti umsóknar fær við­kom­andi við­ur­kennda stöðu sem flótta­mað­ur.

smari@bb.is

DEILA