Hætt við vegtolla

Sigurður Ingi Jóhannsson. Mynd: Visir.is

Engar áætlanir eru um innheimtu veggjalda á helstu samgönguleiðum við höfuðborgina. Þetta kemur fram í viðtali RÚV við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra. Ríkisstjórnarfundur var haldinn í morgun og var nýtt fjárlagafrumvarp og áherslur hvers ráðherra til umræðu.

Sigurður Ingi segir helstu áherslur ríkisstjórnarinnar vera á uppbyggingu innviða; heilbrigðismál, menntamál og samgöngumál. Áherslur hans  inn í fjárlagafrumvarpið í samgöngumálum lúta að öryggisþáttum, einbreiðum brúm og fleiru. Hann segir að rætt hafi verið um aukið fjármagn til samgöngumála. Forveri hans í starfi var með áætlanir um að leggja á veggjöld á helstu samgönguleiðir við höfuðborgina, en Sigurður Ingi segir að það sé ekki inni í myndinni lengur.

smari@bb.is

DEILA