Fundu draugaskip

Það var skipslagið á þústinni sem olli því að grennslast var fyrir um skipsflök á þessum slóðum hjá Landhelgisgæslunni. Skipið er greinilega á réttum kili á botninum. Yfirleitt liggja flök á hliðinni og koma fram sem lágar þústir eins og sú sem sést hægra megin við Þrym og er líklega flak sem hvergi er á skrá. Horft út fjörðinn. Mynd: Ísor.

Við jarðfræðikort­lagn­ingu á hafs­botn­in­um um­hverf­is landið, sem fyr­ir­tækið ÍSOR stend­ur fyr­ir, rák­ust menn á svo­lítið at­huga­vert í Tálknafirði. Töldu þeir að um svo­kallaðar hver­astrýt­ur væri að ræða og var nýr jarðhitastaður því merkt­ur inn á kortið.

Þóttu hver­astrýt­urn­ar ansi mik­il­feng­leg­ar og minna á skip á sigl­ingu. Á dag­inn kom þó að ekki var allt sem sýnd­ist. „Í fram­hald­inu leiddi það sem var svo skemmti­legt við strýt­urn­ar til þeirr­ar óskemmti­legu niður­stöðu að þetta var í raun skips­flak sem minnti á hver­astrýt­ur en ekki hver­astrýt­ur sem minntu á skips­flak,“ seg­ir í frétt á heimasíðu fyr­ir­tæk­is­ins.

Um var að ræða stál­skipið Þrym BA-7 sem hafði legið lengi uppi í fjöru á hafn­ar­svæði Tálkna­fjarðar. Þaðan hvarf það svo á dul­ar­full­an hátt um miðja nótt í nóv­em­ber árið 1997 og sást aldrei fram­ar. Málið var rann­sakað sem saka­mál á sín­um tíma en var aldrei fylli­lega upp­lýst.

„Þessi niðurstaða olli von­brigðum því óneit­an­lega hefði verið skemmti­legra að finna hver­astrýt­ur og jarðhita held­ur en gam­alt drauga­skip.“

DEILA