Ferðaþjónustan skilar 40% af gjaldeyristekjunum

Starf­semi tengd farþega­flutn­ing­um og ferðaskrif­stof­um var ekki virðis­auka­skatt­skyld fyrr en í árs­byrj­un 2016 og skekkir það samanburð milli ára.

Gjald­eyris­tekj­ur þjóðar­inn­ar vegna ferðaþjón­ustu á þessu ári munu nema um 535 millj­örðum króna á þessu ári gangi spá Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar eft­ir. Það nem­ur um 40% af gjald­eyris­tekj­um þjóðar­inn­ar og 15,5% aukn­ingu milli ára.  Þetta kem­ur fram í áætl­un sam­tak­anna sem Frétta­blaðið grein­ir frá í dag. Þetta er í takt við það sem gert hafi verið ráð fyr­ir og sýnir fram á mik­il­vægi ferðaþjón­ust­unn­ar fyrir þjóðarbúskapinn. Bent er á að þetta sé minni vöxt­ur en fjölg­un ferðamanna milli ára. Vís­ar Helga til erfiðra ytri skil­yrða og versn­andi sam­keppn­is­hæfni eins og sterks geng­is krón­unn­ar sem ástæðna fyr­ir því. Þá dvelji ferðamenn skem­ur og nýti sé ekki þjón­ustu í jafn mikl­um mæli og áður.

DEILA