Bæjarfulltrúar hækka launin

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti að fastar mánaðarlegar greiðslur til bæjarfulltrúa hækki um 23,5 prósent og greiðslur fyrir funardarsetur hækki um 8,5 prósent. Í afgreiðslu bæjarstjórnar segir að hækkunin sé í samræmi við breytingu á launavísitölu.

Enn fremur var samþykkt að greiðslur til bæjarfulltrúa verði ekki lengur tengdar þingfararkaupi. Greiðslur verði miðaðar við fasta fjárhæð sem skuli endurreiknuð 1. janúar ár hvert í samræmi við launavísitölu. Launavísitalan í október 2017, verður notuð sem grunngildi útreikninganna.

Föst laun bæjarfulltrúar eru 66 þúsund kr. á mánuði og fá þeir greitt 33 þúsund kr. fyrir hvern bæjarstjórnarfund og 16.500 kr. fyrir nefndarfundi.

smari@bb.is

DEILA